Powered By Blogger TM

Dagbók Salvarar Svövu

Um það sem á daga mína drífur






Eldra efni:




mamma
Elis

Tölvupostur

Monday, August 25, 2003

 
Ég er sko byrjuð í alvöru skóla. Fyrsti dagurinn var í dag og ég fékk stundatöflu. Mamma fór með mér í KB til að kaupa skóladót. Ég valdi Bangsímon pennaveski og blýanta. Mamma var búin að kaupa æðislega flotta skólatösku fyrir mig. Hún er bleik með íþróttatösku, brúsa og lyklakippu. Ég má nota hana á morgun. Ég fer í skólarútunni með strákunum. Við mamma fórum í berjamó á meðan pabbi eldaði kvöldmatinn. Ég tíni alltaf krækiber en mamma bláber. Pabbi á afmæli og við gáfum honum margar bækur sem heita landið þitt Ísland. Sölvi spurði hvort væru til bækur sem hétu landið þitt Danmörk. Hann og Nökkvi eru sko nýkomnir heim en þeir voru í Danmörku. Nökkvi keypti litla Bratz dúkku fyrir mig.

skrifar at 1:19 PM

 

Teljari