Um það sem á daga mína drífur
|
Tuesday, December 30, 2003
Á jólunum var sko gaman. Ég var búin að vera svo þæg og hjálpa mikið til fyrir jólin. Ég fékk margar gjafir:
Frá ömmu Dellu og afa Ella: Bratz púða
Frá Víghólastíg: Hund (Fifi)
Frá Sæbólsbraut: sokka og leirmynd
Frá Silungakvísl: Bratz leyndarmálabók með lás
Frá Hjarðarási: Húfu
Frá Presthólum: Jólasvein sem dansar og sokka
Frá Ingunni frænku: BLEIKA flíspeysu
Frá Hrafnhildi Jónu: Náttföt
Frá Helgu frænku: Spólu með íslenskum þjóðsögum
Frá Elísi Dofra: Öskubusku-prinsessu
Frá Sölva og Nökkva: Bratz dúkku
Frá Pabba og mömmu: Prinsessukastala, tvær peysur, litla bratz og teppi
Og í dag fór ég í afmæli til Erlu Bjarkar, það var gaman. Ennþá er ekki búið að halda upp á afmælið mitt en mamma lofar að gera það í janúar. Á morgun eru áramótin og þá kemur Sif frænka mín og fjölskylda í heimsókn vei vei vei.
skrifar at 5:17 PM
Sunday, December 21, 2003
Jæja þá er ég búin að sjá Línu. Mamma fór með mig, Elís Dofra og Sif frænku laugardaginn 6. desember og það var algjört æði. Ég er líka búin að eiga afmæli og er orðin sex ára. Ég fékk buxur og peysu í afmælisgjöf frá pabba og mömmu (þau voða hagsýn), dúkku frá afa og ömmu, litla dúkkukommóðu frá Elísi Dofra, Bangsímonspólu frá Sif, Emil og Elís og hársnúningstæki frá Elísu frænku. En ég er ekki búin að hafa neina veislu af því að fyrst veiktist mamma, svo pabbi og svo Sölvi og Elís Dofri og núna eru alveg að koma jól. Mamma ætlar að halda veislu fyrir mig í janúar í staðinn. Ég teiknaði mynd á jólakort til styrktar Torfa Lárusi sem er í bekknum mínum. Jólakortið lítur svona út:
|
|