Um það sem á daga mína drífur
|
Monday, June 16, 2003
Þessi mamma sko. Hún gleymir alltaf að blogga fyrir mig. Núna er ég farin að vera bara til klukkan tvö á leikskólanum og það er miklu skemmtilegra. Þá get ég gert eitthvað fleira en að hanga á leikskólanum því ég er orðin dálítið leið að vera þar. Bráðum hætti ég alveg og fer í sumarfrí áður en skólinn byrjar. Í dag fór ég til Ingileifar í klippingu - mér fannst hún nú klippa of mikið af því ég er að safna en bæði hún og mamma sögðu að það væri komið slit í hárið mitt sem þyrfti að klippa burt. Mér finnst líka oft leiðinlegt þegar mamma vill vera setja fléttur eða spennur í mig. Má ég ekki bara vera eins og ég vil? Nei ekki fyrir mömmu - hún vill ekki að ég sé með úfið hár og ógreidd. Hrafnhildur Jóna frænka mín kom í heimsókn í dag og Danni frændi, Hanna og amma Agga. Danni gaf okkur fullt af kexi, snúðum og möffins en það var samt hann sem átti afmæli. Við fengum öll hamborgara að borða og kók að drekka með.
|
|