Powered By Blogger TM

Dagbók Salvarar Svövu

Um það sem á daga mína drífur






Eldra efni:




mamma
Elis

Tölvupostur

Friday, December 27, 2002

 
Ég fékk sko margt flott í jólagjöf. Pabbi og mamma gáfu mér Barbíhús og pils, buxur og peysu. Strákarnir gáfu mér spóluna Ísöld, Einir og Elísa gáfu mer girlz dúkku, Elís, Emil og Sif gáfu mér Sylvanian bangsafjölskyldu, Silja og Sindri gáfu mér tásusokka, fingravettlinga og hálsmen, Klara og Soffa leikskólatösku, Úlfhildur peysu og hárspöng, Hrafnhildur gaf mér liti, Linda og Lára gáfu mér slönguspil, amma Agga og afi Árni gáfu mér lest, amma Della og Afi Elli spiladós og svuntu. Vá ég á sko mikið dót.........

skrifar at 11:09 AM

Tuesday, December 17, 2002

 
jibbí það styttist í jólin. Ég hef nú oftast verið þæg og fengið í skóinn, en Elís litli bróðir minn hefur bara fengið tvisvar. Í gær fékk ég tannbursta, í morgun fékk ég jólasveinahúfu, og svo er ég búin að fá bangsastyttu og púsl. Bráðum förum við að skreyta en pabbi er nú búinn að setja jólaseríur úti á húsið og uppi í stofuglugga. ég hlakka svo til..........

skrifar at 5:18 AM

Wednesday, December 04, 2002

 
Í gær héldum við afmælisboð fyrir mig. Ég bjó til boðskort í fyrradag og mamma hljóp um allt Borgarnes með þau fyrir mig. Allir sem ég bauð komu; það voru Ísak Atli, Magga, Margrét, Dagrún Eir, Helga Þóra og Erla Björk. Fyrst fórum við að skoða og prófa gjafirnar sem ég fékk, t.d. púsluspil en svo fórum við að lita Bangsímonmyndir. Mamma gaf okkur pylsur að borða og gos að drekka. Síðan var súkkulaðikaka með smartís og sleikjó. Við fórum öll að leika smá og síðan að horfa á Pétur Pan. Áður en krakkarnir fóru heim fengum við ís. Þetta var gott afmælisboð því allir voru svo stilltir og góðir.

skrifar at 11:52 AM

Monday, December 02, 2002

 



Þá er ég orðin fimm ára. Ég hélt boð fyrir ættingjana í gær og afi Elli og amma Della komu, Þóra frænka, Svavar, Elís, Emil og Sif, Bjarnheiður, Kári og Elísa. Svo buðum við Tryggva, Elsu og Friðriki. Þetta var ágætisveisla - sætabrauðsdrengur og súkkulaðikaka og fleira. Ég fékk rosalega flotta húfu frá afa og ömmu og líka leggingsbuxur og vesti. Frá Þóru frænku fékk ég barbídúkku og barbídúkkuföt og aðra barbí frá Blablú. Fjóla frænka sendi föt á baby-born. Pabbi og mamma gáfu mér æðisleg bleik og loðfóðruð stígvél og litla dúkku með ýmsu dóti. Strákarnir gáfu mér spóluna með Pétri Pan í Hvergilandi. Þegar veislan var alveg að verða búin fékk ég svo illt í eyrun og pabbi fór með mig til læknis. Ég er með eyrnabólgu og fékk meðal. Svo fékk ég að lúra aðeins lengur í morgun af því að það er afmælið mitt. Ég fór líka í tónlistarskólann til Birnu og á að spila á tónleikum þann 18. desember. En á morgun verður fjör því ég er búin að bjóða Möggu, Erlu Björk, Ísak, Dagrúnu, Margréti og Helgu Þóru í afmælisboð frá 17 - 19. Við ætlum að borða pylsur og ís og lita myndir af Bangsímon og kannski horfa á Pétur Pan og fá popp. Ég hlakka svo til....

skrifar at 1:47 PM

 

Teljari