Um það sem á daga mína drífur
|
Sunday, September 22, 2002
Í gær kom Fjóla frænka í heimsókn og hún lánaði mér nokkrar spólur til að horfa á. Ég er bara búin að horfa á Risaeðluspóluna, því það er búið að vera svo margt annað að gera. Sæmundur kom að leika við mig í gær og við fórum fyrst í bíló og svo í barbí. Í dag fór ég til Hrefnu að leika. Og jibbý- á morgun er tónlistarskólinn aftur!!!!!!!
skrifar at 2:57 PM
Monday, September 16, 2002
Ég fékk að vera heima í dag af því ég var með ælupest. Nökkvi bróðir minn líka. Sem betur fer var pabbi búinn að leigja ,,Chicken run" spóluna fyrir mig svo mér leiddist ekki. Mamma var líka heima en hún var nú mest að taka til og svoleiðis. Það eina góða við að vera með ælupest er að þá fær maður nóg kók að drekka. Klukkan fimm í dag var tónlistarskólinn að byrja og ég sem var búin að hlakka til í marga daga. Á endanum ákvað mamma að leyfa mér að fara, enda var mér eiginlega batnað. Tónlistarkennarinn minn heitir Birna og hún er alveg frábær. Ég var líka hjá henni í fyrra. Í vetur fæ ég að læra á blokkflautu. Þegar ég var búin hjá Birnu fór ég heim og fékk fiskibollur í kvöldmatinn en ég hafði ekki mikla matarlyst. Mamma las tvær bækur fyrir mig, fyrst um Gýpu sem át askinn, karl og kerlingu, kúna Kreppilhyrnu og kotið með, Ref rennandi og Björn betlandi og svo bátinn og karlana...æ henni var orðið svo illt í maganum að hún sprakk. Svo las mamma um Kalla og Kötu sem eiga afmæli og þá fór ég að hugsa um hvað verður gaman þegar ég á afmæli. Auðvitað fór ég síðan að sofa því ég orðin svaka þæg stelpa!
skrifar at 4:48 PM
Saturday, September 14, 2002
Mamma er alls ekki nógu dugleg að skrifa inn á dagbókina fyrir mig. Ég verð bara að drífa mig að læra að lesa og skrifa svo ég geti séð um þetta sjálf. Það er alltaf svo mikið að gera hjá mömmu og pabba. Í gær til dæmis þá gleymdu þau að svæfa mig svo ég sofnaði í stólnum í stofunni. Ég var sko að horfa á Dalmatíuhundaspóluna og þegar mamma kom og ætlaði að fara með mig háttinn var ég sofnuð.
skrifar at 5:36 AM
Wednesday, September 04, 2002
Ég er farin að vera allan daginn á leikskólanum og stundum er ég alveg voðalega lúin þegar ég kem heim. Í dag kom Magga í heimsókn til mín og ég kenndi henni að spila Veiðimann. Svo lékum við í læknisleik þangað til að mamma hennar kom að sækja hana. Pabbi eldaði fiskibúðing og svo fór ég í bað. Mamma las um geiturnar þrjár því hún var búin að fá leið á að lesa um Gullbrá og birnina þrjá, en mér finnst sú bók alveg æðilega skemmtileg. Gullbrá fór sko á vit ævintýranna og barðist við dreka. Hún fékk sér aldrei aftur hafragraut!!
|
|