Powered By Blogger TM

Dagbók Salvarar Svövu

Um það sem á daga mína drífur






Eldra efni:




mamma
Elis

Tölvupostur

Saturday, November 23, 2002

 
Í dag fékk ég að fara í heimsókn til Erlu Bjarkar. Pabbi og mamma fóru nefnilega á jarðarför. Við lékum smá í Barbí en svo fórum við upp í sumarbústað á Bifröst og þar fengum við að fara í heita pottinn og fengum líka nammi. Pabbi og mamma hennar Erlu keyrðu mig svo heim fyrir kvöldmatinn og þá voru afi og amma komin í heimsókn. Þau eru alltaf svo góð við mig og afi klóraði mér á bakinu, mér finnst það svo gott. Ég kláraði allan matinn og fékk gula eldflaug sko ís í eftirmat!

skrifar at 2:33 PM

Monday, November 18, 2002

 
Mamma keypti handa mér þrjár bækur í Skólavörubúðinni um daginn. Það er Gralli gormur og er stafalitabók, önnur er límmiðatölubók og þriðja heitir Geitungurinn. Mér finnst hún skemmtilegust og mamma er alveg hissa hvað ég er dugleg í henni. Í dag þegar ég kom heim úr tónlistarskólanum fór ég að gefa Ingileif blóm og svo Tryggva. Pabbi þeirra fór til Guðs og mig langaði að þeim liði vel. Ég kyssti Ingileif og stoppaði bara stutt. En hjá Tryggva fórum við mamma inn að sjá nýja sófasettið og hann gaf mér sleikjó. Þegar við komum heim voru vondu fiskibollurnar hans pabba í matinn en svo fór ég nefnilega að læra í Geitungnum.

skrifar at 2:00 PM

Thursday, November 14, 2002

 
Ég er nú alveg orðin steinhissa á henni mömmu - hún hefur bara engan tíma til að færa þessa dagbók fyrir mig. Bráðum á ég afmæli og verð 5 ára. Þá verður sko fjör. Undanfarnar tvær helgar hef ég farið suður og heimsótt Sif frænku mína. Ég var líka í pössun hjá afa og ömmu í Vogatungu á meðan mamma var á Landsfundi jafnréttisnefnda. Þeim fannst ég frekar óþekk sko.... ekki víst að þau vilji fá mig aftur.

skrifar at 5:04 PM

 

Teljari